Letizia Ortiz Rocasolano er núverandi drottning Spánar en hún þykir bera af í fágun og smekklegum klæðaburði. Það má segja að hún sé orðin tískufyrirmynd kvenna um allan heim. Hún giftist Filippusi sjötta árið 2004 en hann tók svo við krúnunni af föður sínum 2014 og í kjölfarið varð Letizia drottning Spánar. Þau eiga saman dæturnar Leonor krónprinsessu og Sofiu prinsessu.

Svo smart þykir drottningin að nokkrar heimasíður eru starfræktar sem eru algjörlega helgaðar stíl og fatavali Letiziu. Það getur verið ívið flóknara fyrir konungsfólk en Hollywood-stjörnur að klæða sig upp á. Letizia þarf eflaust að fylgja siðareglum sem eru settar konungsfjölskyldunni þegar kemur að klæðaburði. Það virðist ekki koma að sök því Letizia er ekki bara smekkleg og klassísk heldur tekur líka smá áhættur og prófar nýja og ferska strauma á meðan hún heldur sig þó innan þess ramma sem henni er settur.

Drottningin styður við bakið á spænskri hönnun og klæðist oft ódýrari flíkum frá verslunum á borð við Zöru og Mango.
Letizia klæðist alltaf fötum sem passa fullkomlega á hana, sniðin eru greinilega valin af kostgæfni.
Örlítið spænsk áhrif í þessu dressi. Hún virðist halda upp á þessa skó þar sem hún hefur ósjaldan sést í þeim.
Hér klæðist hún doppóttu, sem er eitt helsta tískutrendið í vor.
Hér er hún í rauðu setti sem fer henni mjög vel. Skórnir eru rauðtóna líka, sem kemur vel út.
Letizia ásamt eiginmanni sínum Filippusi sjötta og dætrunum Leonor og Sofiu.
Letizia klæðist eftir árstíðum. Hún notar bjartari flíkur á vorin og sumrin.
Það er greinilegt að bleiki liturinn er í uppáhaldi hjá Letiziu.