Söng­konan Sara Péturs­dóttir, eða Glowi­e eins og hún er betur þekkt, tók skemmtilegan snúning á eigin lagi Party með söngkonunni Fabia Anderson í „einangrunar-setti.“

Glowie og Fabia tóku upp lagið í sitthvoru landi og birtu á Instagram í gær. Búið var að bæta við flottri röddun og tónbreytingu í lokin og er útkoman algjör veisla fyrir eyrun.

Glowie gerði plötusamning til langs tíma við Columbia Records í London í mars 2017. Hún fluttist til London ári síðar og starfar þar sem tónlistarkona. Party er eitt vinsælasta lagið hennar.

Hægt er að sjá lengri útgáfu hér fyrir neðan.