Tónlistarkonan Sara Pétursdóttir, betur þekkt sem Glowie skrifar í færslu á Instagram í dag að hún hefur ákveðið að kveðja tónlistina í bili.

Hún segir að hún hefur varla hugsað um annað en tónlistina síðastliðin ár, en hafi nú áttað sig á því að hún viti í raun ekki hver hún er án hennar.

„Tónlistin hefur alltaf verið öryggi fyrir mig. Ég hélt ég gæti ekki gert neitt annað en að vera tónlistarmaður til að lifa.“ skrifar Glowie á einlægum nótum.

Þá sé tónlistin búin að vera henni frábær og ómetanleg lífsreynsla, sem hefur þroskað hana sem listamann. Það hafi þó ekki alltaf verið auðvelt.

Að sögn Glowie hefur hún tekið ákvörðun þessa ákvörðun til að gefa sjálfri sér rými, til að vera bara hún, Sara.

Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan.

Sara þakkar söngkonunni í sér fyrir síðastliðin ár.
Mynd/Samsett