Þetta er ein sú einfaldasta uppskrift í heimi og bananabrauðið er ótrúlega ljúffengt, beint úr ofninum, mjúkt undir tönn og gleður bragðlaukana.

Hrefna Rósa fékk óbilandi áhuga á matargerð strax í bernsku og er einstakur kokkur sem kann svo sannarlega að gleðja bragðlaukana sem og augað. Henni er margt til lista lagt, hún er meðal annars sjónvarpskokkur, veitingahúseigandi og höfundur matreiðslubóka sem hafa slegið í gegn svo dæmi séu tekin. Svo er hún líka snillingur að töfra fram einfalda rétti, kökur og brauð eins og þetta dásamlega bananabrauð sem er allra best volgt með smjöri.

Bananabrauð

Bezta bananabrauðið frá Hrefnu Rósu Sætran

4 ½ dl hafrar

4 stk. egg

1 ½ msk. kanill

1 ½ tsk. lyftiduft

smá vanilla eftir smekk

1 ½ dl fræ að eigin vali

(SESAM, sólblóma, hör, hamp)

3 stk. bananar, stappaðir

Byrjið á því að hita bakarofninn í 180°gráður. Blandið öllu vel saman í skál. Setjið í bökunarform og bakið við 180°gráður í 30 mínútur. Þessi uppskrift passar í jólakökuform. Verið ykkur að góðu.