Avra­ham Feld­man, rabbíni Gyðinga­sam­fé­lagsins á Ís­landi, og eigin­kona hans, Mus­hky, komu gestum á sótt­varna­hóteli í Reykja­vík á ó­vart á dögunum en Avra­ham og Mus­hky fóru að hótelinu eftir að hafa heyrt af stórum hóp gyðinga sem dvöldu á hótelinu í sótt­kví.

Að því er kemur fram í frétt á vef COLli­ve fóru Avra­ham og Mus­hky að hótelinu til að létta ferða­mönnunum lundina og njóta þess að vera saman, þó í hæfi­legri fjar­lægð. Rabbíninn kom meðal annars með vín til ferðamannanna og fleiri glaðninga.

Saman sungu þau þekkt lög úr Gyðinga­sam­fé­laginu sem ferða­mennirnir tóku undir, og virtist upp­á­tækið falla vel í kramið en mynd­band af at­vikinu má finna hér fyrir neðan.

Avraham og Mushky komu gestunum á óvart með glaðningum.