Nýja línan er innblásin af galdramenningu Vestfjarða en Hildur Yeoman hönnuður línunnar segir aðalinnblásturinn hafa verið hrafnaþula.

Hrafnaþula varð aðalinnblástur línunnar og voru gerð nokkur prent með henni. Mynd/Saga Sig

„Við vorum að grúska í gömlum galdraþulum og fundum hrafnaþulu sem varð aðalinnblástursefni línunnar. Við gerðum nokkur prent með þulunni og öðrum hlutum sem okkur fannst tengjast hrafninum, eins og skarti og steinum sem okkur þótti einkennandi fyrir glisgirni hrafnsins,“ segir Hildur.

Kjólar eru áberandi í línunni. Mynd/Saga Sig

„Við erum með mikið af ullarvörum í línunni eins og hlýjar merino og mohair peysur, ullarkápur og ýmis konar kjóla. Við vorum einnig að prufa okkur áfram með nýjan efnivið, að prenta á pallíettuefni sem er mjög spennandi.“

Til að gera innblæstrinum enn betri skil var línan mynduð fyrir vestan en það er fyrirsætan Matthildur Lind sem sýnir fatnaðinn, förðuð af Sunnu Björk en það er ljósmyndarinn Saga Sig sem á heiðurinn af myndunum.

Mynd/Saga Sig
Glisgirni hrafnsins var hönnuði ofarlega í huga. Mynd/Saga Sig
Landslag Vestfjarða gerir línunni góð skil. Mynd/Saga Sig
Mynd/Saga Sig
Mikið af ullarvörum eru í línunni eins og hlýjar merino og mohair peysur. Mynd/Saga Sig
Ýmis konar kjólar eru í línunni. Mynd/Saga Sig
Mynd/Saga Sig
Línan er fáanleg í versluninni Yeoman við Skólavörðustíg 22B og á vefversluninni hilduryeoman.com. Mynd/Saga Sig