Lífið

Glimmer-raf­vagn Strætó verður í Gleði­göngu í ár

Strætó frumsýndi í dag heilmerktan glimmer-rafvagn sem mun taka þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga næstu helgi.

Um er að ræða einn af fimm rafvögnum sem Strætó bætti nýlega við flotann sinn Mynd/Strætó

Strætó frumsýndi í dag heilmerktan glimmer-rafvagn sem mun taka þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga næstu helgi.

Strætó tekur nú þátt í göngunni í annað sinn en í fyrra var á þeirra vegum díselvagn og því taldi Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó að um mikla bót væri að ræða í ár að fá einn af fimm nýjum rafvögnum strætó í gönguna því þá er enginn útblástur auk þess sem hann er alveg nærri  hljóðlaus.

Á myndinni eru, frá vinstri til hægri, Karen Ósk Magnúsdóttir, gjaldkeri Hinsegin daga, Helga Haraldsdóttir, meðstjórnandi Hinsegin daga, Ragnar Veigar Guðmundsson, meðstjórnandi Hinsegin daga, Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, ritari Hinsegin daga, Gunnlaugur Bragi, formaður Hinsegin daga, Björg Fenger, nýr stjórnarformaður Strætó, Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, Ástríður Þórðardóttir, sviðsstóri fjármála og reksturs Strætó Mynd/Strætó

Gunnlaugur Bragi, formaður Hinsegin daga  segir að hátíðin sé háð stuðningi samtaka, fyrirtækja og einstaklinga og því sé hann þakklátur yfir samstarfi Reykjavík Pride við Strætó. „Eins og þjóðfélagið, þá eru almenningssamgöngur svo sannarlega fyrir alla og við gleðjumst yfir því að Strætó fagni fjölbreytileikanum með okkur“ segir Gunnlaugur Bragi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Börn eru indælli en fullorðna fólkið

Lífið

Drottningin í öllu sínu veldi

Lífið

Snillingar í að kjósa hvert annað

Auglýsing

Nýjast

Doktor.is í samstarf við Fréttablaðið

Gleðin í fyrirrúmi

Þing­­flokkur Mið­­flokksins át bragga að Norðan

Hug­ar gefa frá sér nýtt lag og tón­list­ar­mynd­band

Ástandið mjög slæmt á Íslandi á stuttum tíma

Haf­þór og Hen­son gengin í það heilaga og halda til Dubai

Auglýsing