Svo virðist sem mikið fjör hafi verið í brúðkaupsveislu grínistans Sögu Garðarsdóttur og tónlistarmannsins Snorra Helgasonar en parið gekk í það heilaga á Suðureyri í Súgandafirði í gær.

Nánustu vinir og ættingjar þeirra voru samankomnir í góða veðrinu á Vestfjörðum til að fagna með þeim. Meðal þeirra sem þangað voru mætt voru söngvarinn Valdimar, uppistandararnir í Mið-Íslandi, Steindi Jr., Auðunn Blöndal, Sveppi, Berglind Pétursdóttir og Guðrún Sóley Gestsdóttir dagskrárgerðarkonur á RÚV, athafnamaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson auk fjölda annarra.

Saga og Snorri trúlofuðu sig í febrúar í fyrra en rúmlega ári seinna eignuðust þau sitt fyrsta barn, Eddu Kristínu.

Hin nýbökuðu hjón voru afskaplega heppin með veður en þau leyfðu fólki að fylgjast með deginum stóra undir myllumerkinu #algjörgifting.

View this post on Instagram

❤️ #algjörgifting

A post shared by katrín atladóttir (@katrinis) on