Lífið

Gleðiganga Hinsegin daga

Hápunktur Hinsegin daga í ár, líkt og þau fyrri, er Gleðigangan. Hún hófst klukkan 14. Ljósmyndari Fréttablaðsins, Ernir Eyjólfsson, fangaði stemninguna.

Hryllingur og kynlíf í boði Páls Óskars Fréttablaðið/Ernir

Í göngunni í ár eru 30 vegleg atriði, þar á meðal frá Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbæ, ýmsum stjórnmálaflokkum, samtökum, Stúdentaráðs Háskóla Íslands og að sjálfsögðu fjölmörgum hinsegin baráttusamtökum eins og Trans-Ísland og Samtökunum ´78. 

Þá eru einnig einstaklingar með vagna, í fylgd með öðrum, eins og Páll Óskar, sem tók ekki þátt í fyrra, en snýr aftur í ár í gönguna í gervi Frank-N-Furter úr söngleiknum Rocky Horror. 

„Ef það er einhver söngleikur sem passar inn í Gleðigöngu Hinsegin daga þá er það Rocky Horror. Trukkurinn er draumahælar allra drottninga. Þessir hælar eru mjög hugguleg blanda af hryllingi og kynlífi. Þeir eru tólf metrar og eru svo stórir að Guð getur passað í þá. Þeir eiga eftir að trampa á göngunni,“ sagði Páll Óskar í samtali við Fréttablaðið í dag.

Mikið margmenni er samankomið í miðbænum eins og má sjá á meðfylgjandi myndum. 

Gleðigangan, þó gleðileg sé, er einnig gengin til að minna á mannréttindabrot gegn hinsegin fólki víða um heim Fréttablaðið/Ernir
Söngkonan Hera Björk lætur sig yfirleitt ekki vanta Fréttablaðið/Ernir
Börn eru aldeilis hinsegin líka Fréttablaðið/Ernir
Líka þau sem ófædd eru Fréttablaðið/Ernir
Fjöldi fólks fylgist með göngunni í miðborg Reykjavíkur í dag Fréttablaðið/Ernir
Eyþór Arnalds er mættur í gönguna Fréttablaðið/Ernir
Skátarnir eru að vanda með atriði í göngunni Fréttablaðið/Ernir
Þessi spyr hvort hann sé nægilega hinsegin Fréttablaðið/Ernir
Ungliðar stjórnmálaflokkana standa saman Fréttablaðið/Ernir
Gleðin er sannarlega við völd
Það verður alveg örugglega stuð á skemmtistaðnum Kiki í kvöld Fréttablaðið/Ernir
Kóngafólkið er á sínum stað í göngunni Fréttablaðið/Ernir
Fólk dansar líka Fréttablaðið/Ernir
Af leyndarmáli kemur skömm Fréttablaðið/Ernir
Intersex samtökin eru með atriði í göngunni Fréttablaðið/Ernir
Glimmer-rafvagn Strætó er á sínum stað Fréttablaðið/Ernir
Fríkirkjan er öllum opin
Hér eru allir léttir á fæti Fréttablaðið/Ernir
Hryllingshluti hælaskós Páls Óskars Fréttablaðið/Ernir
Það vantar yfirleitt ekki glimmer í Gleðigönguna

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Mynd­band: PewDi­ePi­e lét sér ekki leiðast á Ís­landi

Lífið

YouTu­be-par fagnaði ástinni hér á Fróni

Lífið

​Friðrik Ómar, Tara og Kristina áfram í úrslit

Auglýsing

Nýjast

Dor­rit hæst­á­nægð með Nan­cy Pelosi

Borgar­full­trúi pirrar sig á RÚV appinu

Allir flokkar sýndir í beinni eftir mót­mæli Hollywood

Raddirnar verða að heyrast

Hanna flíkur úr ó­nýttum efna­lagerum

Eftir hundrað ár munu fleiri leika sér

Auglýsing