Hefð er fyrir því að fagna þorranum, bóndadeginum með ákveðnum hætti í hundruðum ára. Nokkrar heimildir eru til fyrir því. Til að mynda er sagt í bréfi Jóns Halldórsson í Hítardag (f.1665) til Árna Magnússonar frá árinu 1728 segir að sú hefð sé meðal almennings að húsmóðirin fari út kvöldið áður og bjóði þorrann velkominn og inn í bæ, eins og um tignan gest væri að ræða.
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar að bóndi skyldi bjóða þorra velkominn með eftirfarandi hætti:
... með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð. Áttu þeir aða fara ofan og á skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra skálmina og láta hina lafa og draga hana á eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa. Síðan áttu þeir að halda öðrum bændum úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag; þetta er „að fagna þorra“.
Sums staðar á Norðurlandi er fyrsti þorradagur enn í dag kallaður „bóndadagur“. Á þá húsfreyjan að halda vel til bónda síns og heita þau hátíðabrigði enn „þorrablót“.
Núna hefur sú hefð komist á að konur gefi bónda sínum blómvönd á þessum degi í það minnsta líkt og menn gefa konum sínum blómvönd á konudaginn sem er fyrsti dagur góu. Í dag velja margar konur að gleðja sinn bónda með ýmsu hætti og gera daginn eftirminnilegan.
Komdu mönnunum í lífinu þínu á óvart
Í tilefni dagsins er vert að gleðja mennina í lífi okkar. Hægt er að gera það á marga vegu, bæði með fallegum gjöfum og upplifunum sem búa til góðar minningar. Fjöldi veitingastaða eru með girnileg tilboð í tilefni dagsins og heimsendingar. Blómasalar eru í sínu fínasta pússi og töfra fram hina fegurstu blómvendi. Bakararnir leggja sig fram við baka ljúffengt bakkelsi sem bráðnar í munni og fjölmargar verslanir bjóða upp á fallegar hönnunarvörur, flíkur og hvað eina sem hugurinn girnist í tilefni dagsins. Einnig er dásamleg tilfinning að geta komið sínum á óvart með spennandi upplifun, eins og sundferð, heimsókn í náttúrulaugar eða jarðböð, morgunverð í rúmið, ljúffengan dögurð eða óvissuferð út í náttúruna. Það eru margar leiðir færar til að gleðja og hver og einn getur gert það með sínu nefi.
Hér eru brot af hugmyndum að frumlegum og skemmtilegum gjöfum fyrir bóndann:
- Gefðu honum blómvönd – tjáðu ást þína með blómum.
- Bjóddu honum upp á morgunverð og dekur upp í rúmi.
- Bjóddu honum í dögurð til að njóta.
- Bjóddu honum út að borða á uppáhalds veitingastaðnum hans.
- Farðu með hann í óvissuferð í sveitasæluna, í rómantíska gisting og matarupplifun.
- Pantaðu kvöldverðinn heim og kveiktu á kertum fyrir hann.
- Gefðu honum alvöru leðursvuntu fyrir grillið.
- Gefðu honum kokteilasett fyrir heimabarinn.
- Gefðu honum fallega flík sem yljar.
- Gefðu honum óvæntan upplifun.
- Gefðu honum kippu af uppáhalds bjórnum og þorramatnum.
- Bjóddu honum í upplifun í jarð- eða bjórböðum.
- Bjóddu honum í spa og nudd.
- Gefðu honum minningabók með myndum úr ferðalögunum ykkar.
- Gefðu honum flottan barðahatt.