Hún elskar að stússast í eldhúsinu og segir að þar sé skemmtilegasta að vera.

„Mér finnst eldhúsið vera langskemmtilegasti staðurinn í húsinu. Ef ég er búin að ákveða að hafa eitthvað ákveðið spennandi í matinn um kvöldið hlakka ég stundum til allan daginn að komast heim að byrja að undirbúa það. Mér finnst ótrúlega gott að geta farið heim eftir langan vinnudag í tölvunni að skræla og skera og hlusta á Víðsjá, Lestina og Spegilinn á meðan,“ segir Berglind spennt á svipinn.

Berglind starfa sem textahöfundur og hugmyndasmiður á auglýsingastofunni Hér & Nú í Bankastræti samhliða því að starfa í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV. „Þátturinn er reyndar nýkominn í sumarfrí svo nú get ég haldið matarboð öll föstudagskvöld fram í september,“ segir Berglind og bætir við að hún geti ekki beðið eftir að eiga föstudagskvöldin fyrir matarboð.

„Við búum á Hverfisgötu og borðum mikið á veitingastöðum niðri í bæ en aðra hverja viku eru krakkarnir okkar hjá okkur og þá erum við dugleg að elda heima, en bæði börnin eru mjög áhugasöm um matreiðslu og dugleg að smakka nýja hluti. Þau fá oftast klassíska rétti eins og plokkfiskinn og grjónagrautinn í skólanum svo okkur finnst gaman að gera eitthvað nýtt með þeim heima sem þau hafa kannski aldrei prófað áður.“

Mánudagur – Dýrindis nautacarpaccio:

„Mér finnst fiskur æði en mér finnst bara svo margt annað miklu meira spennandi. Mér finnst þess vegna algjörlega galið þegar fólk hefur fisk í matinn á mánudögum. Mánudagar eru nógu óspennandi fyrir og allir á heimilinu fá fisk í mötuneyti í hádeginu svo ég reyni að hafa eitthvað skemmtilegt í matinn á mánudögum! Eitthvað æðislegt úr Kjötkompaní á mánudegi? Af hverju ekki?“

Ómótstæðilegt nautacarpaccio

Screenshot 2022-05-09 at 13.24.00.png

Þriðjudagur – Guðdómlegur þorskhnakkar með parmesanhjúp:

„Fiskur er samt æði og það er auðvelt að elda hann svo við skellum í eitthvað fiski-æði strax á þriðjudegi. Kærastinn minn elskar fisk og að tala um fiskveiðar og aflaheimildir svo hann er alltaf sérstaklega glaður þegar það er fiskur í matinn. Þegar við vorum að byrja að hittast eldaði hann fyrir mig fisk sem var búinn að standa í frysti í örugglega 2 ár og var óætur, honum fannst hann samt góður.“

Guðdómlegir þorskhnakkar með stökkum parmesanosti

Screenshot 2022-05-09 at 13.24.22.png

Miðvikudagur – Uppáhald Spánverja:

„Það er alltaf gaman að búa til eitthvað úr engu, mismunandi restar úr frystinum er tilvalið að fela í æðislegum hrísgrjóna- eða núðlurétti.“

Núðluréttur uppáhald Spánverja

Screenshot 2022-05-09 at 13.24.47.png

Fimmtudagur – Edamamebaunir og risarækjur með chilli:

„Þótt það sé gaman að elda þarf ekki alltaf að gera eitthvað flókið. Eitthvað svona smánasl með snittubrauði úr Sandholti og góðu vínglasi er algjör fimmtudagsveisla.“Edamame baunir og risarækjur með chilli sem rífur í

Screenshot 2022-05-09 at 13.25.06.png

Föstudagur – Ómótstæðilegar pitsur:

„Ég er oftast í vinnu langt fram á kvöld á föstudögum svo ég gríp mér þá eitthvað fljótlegt og hinir fá pitsu. Við bökum pitsuna okkar í steypujárnspönnu, mæli með því að allir prófi það næsta pitsaakvöld.

Ómótstæðilegar pitsur með frumlegu áleggi

Screenshot 2022-05-09 at 13.25.36.png

Laugardagur – Fettuccinepasta og rauðvín:

„Ég er algjör kolvetnastelpa og pasta er geitin í mat. Á laugardeginum eldum við eitthvað æðislegt pasta og drekkum gott vín með. Ég mæli með að fólk hlusti á podcastið Splendid Table sem gerði nýlega þátt um mismunandi pastaform og hvernig þau grípa sósur á mismunandi hátt, mjög skemmtilegt.“

Girnilegt fettuccinepasta

Screenshot 2022-05-09 at 13.25.55.png

Sunnudagur – Þjóðarréttur Íslendinga heilgrillaður kjúklingur:

„Á sunnudögum grillum við kjúkling og höfum franskar og brúna sósu með. Hinn eini sanni þjóðarréttur Íslendinga!“

Heilgrillaður kjúklingur sem sælkerarnir elska

Screenshot 2022-05-09 at 13.26.13.png

Njótið vel.