Þáttur vikunnar af Glápinu, hlað­varpi Frétta­blaðsins um kvik­myndir og sjón­varp er kominn út. Meðal um­fjöllunar­efnis er flóð Dis­n­ey endur­gerða sem nú er brostið á, Egils­höll og kvik­mynda­fyrir­tæki David Beck­ham.

Þáttur vikunnar af Glápinu, hlað­varps­þætti Frétta­blaðsins um kvik­myndir og sjón­varp er kominn á netið og má hlusta á hann hér að neðan og í hlað­varpi Frétta­blaðsins.

Oddur Ævar Gunnars­son, Arnar Tómas Val­geirs­son og Ingunn lára Kristjáns­dóttir, blaða­menn Frétta­blaðsins fara yfir fréttir vikunnar úr Hollywood og víðar. Þar má nefna nýja stiklu úr endur­gerð af Mulan, nýja seríu af Stranger Things, Spi­der-Man: Far From Home, væntan­lega Lion King endur­gerð og ný­stofnað kvik­mynda­fyrir­tæki David Beck­ham.

Þá kemur Egils­höll einnig til tals en þar er eitt af stærstu bíóum landsins. „Ég held að ég hafi alltaf týnst á leiðinni í Egils­höll,“ segir Arnar Tómas meðal annars. „Ég hef alltaf verið að fara í bíó og alltaf haldið að ég kæmist á­kveðnar leiðir og svo er maður alltaf í tíma­þröng og veit svo ekkert hvar maður er,“ segir Arnar.

Þá er rætt um fréttir þess efnis að mikil spenna sé meðal margra Kín­verja á sam­fé­lags­miðlum fyrir nýju stiklunni úr endur­gerðinni af Mulan. Myndin verður þó mjög ólík upp­runa­legu teikni­myndinni og mun meðal annars vanta nokkrar lykil­per­sónur og verða engin lög í henni.

Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan.