Þegar Met Gala-ballinu í Metropolitan-safninu lýkur hefst seinni hluti kvöldsins. Stjörnurnar fara í eftirpartí og að sjálfsögðu mæta allir í nýjum klæðnaði. Í eftirpartíinu sýndu stjörnurnar nýja tískustrauma, eins og gegnsæja kjóla, himinháa hæla og tvískiptan fatnað.

Hér eru nokkrir gestir sem bæði tímaritin Glamour og InStyle voru sammála um að hefðu verið sérlega glæsilegir í veislunni. ■

Fyrirsætan Kendall Jenner var í topp og pilsi frá Miu Miu sem sýndi rósgullin undirfötin sem hún var í.
Fyrirsætan Hailey Bieber var í topp frá Saint Laurent, leðurstuttbuxum og smóking-jakka, ásamt rauðum hælum og svörtum sólgleraugum.
Tónlistarkonan Rosalía mætti í Givenchy-kjól með perlum og lærisháum þykkbotna leðurstígvélum frá Motomami, ásamt smóking-jakka.
Tónlistarkonan Kacey Musgraves kom í þrískipum köflóttum klæðnaði frá Moschino og þykkbotna hælum í stíl. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Fyrirsætan og leikarinn Evan Mock var í svörtum bol, buxum með gimsteinum og með hanska.
Tónlistar- og leikkonan Olivia Rod­rigo var í kjól frá Versace með korsetti og hliðarnar klipptar út ásamt svörtum þykkbotna skóm.