Tískuvikurnar hafa flestar verið með mjög breyttu sniði vegna heimsfaraldursins. Sýningarnar hafa verið dreifðar yfir lengri tíma og margar hafa farið fram fyrst og fremst í streymi. Tvö stór tískuhús áttu stórafmæli í ár, annars vega Gucci sem varð hundrað ára og hinsvegar Michael Kors sem hélt upp á fjörutíu ára starfsafmæli með veglegri sýningu á götum New York. Hann fékk til liðs við sig ýmis ofurmódel á borð við Naomi Campell, Helenu Christiansen og Bellu Hadid. Sýningin var einstaklega vegleg og fór fram á Broadway, enda er Michael Kors mikill leikhúsunnandi og frá New York. Sýningin var að sjálfsögðu líka sýnd í streymi.

Alex Wek í æðislegri, rauðri dragt.
Kanadíska fyrirsætan og leikkonan Shalom Harlow alltaf jafn flott.
Naomi Campell er góðvinkona Kors og tók að sjálfsögðu þátt í sýningunni.
Danska fyrirsætan Helena Christiansen var ein af ofurfyrirsætum ní­unda áratugarins og sýndi nú.
Ashley Graham sneri aftur á tískupallana eftir að hafa eignast son í fyrra, og var einstaklega flott.