Glæsilegt einbýlishús athafnamannsins Magnúsar Scheving og Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur að Bauganesi í Skerjafirði er til sölu.
Húsið er teiknað af arkitektinum Sigurði Hallgrímssyni og hannaði innanhúshönnuðurinn Rut Káradóttir húsið að innan.
Húsið er á tveimur hæðum og telur fjögur svefnherbergi, þar af hjónasvítu með baðherbergi, sjónvarpsrými með skrifstofuherbergi, eldhús, borðstofu og stofu á efri hæð ásamt þvottahúsi og baðherbergi.
Á neðri hæð hússins er stórt tómstundarherbergi, líkamsræktaraðstaða og nuddherbergi. Þá er einnig tveggja herbergja íbúð með sérinngangi.
Fyrir framan húsið er stórt grænt svæði sem ekki verður byggt á og nýleg verönd með heitum potti.
Eignin er skráð er samtals 410 fermetrar að stærð, þar af eru 65 fermetrar óskráðir.
Fasteignamatið á húsinu er skráð 185.1 milljónir króna.
Nánar um eignina á vefsíðu fasteignarsölunnar Stakfell.






