Sum­ar­hús til sölu við Illa­gil land­að­i ný­leg­a um­fjöll­un í New York Tim­es en hús­a­kynn­in þykj­a vera með þeim glæs­i­leg­ust­u á Ís­land­i. Hús­ið stendur við Illa­gil 21 hjá Hest­vík við Þing­vallavatn og er ásett verð 108 millj­ón­ir króna.

Hús­ið sjálft er rúm­leg­a 200 fer­metr­ar og er stað­sett í grænn­i hlíð með út­sýn­i yfir Þing­vall­a­vatn. Land­ar­eign­in er nærr­i átta þús­und fer­metr­ar að stærð og kenn­ir þar ým­iss­a gras­a.

Fjög­ur svefn­her­berg­i eru í hús­in­u og út frá stof­unn­i er geng­ið ú á stór­a ver­önd með hert­u gler­i. Þá eru yf­ir­byggð­ar sval­ir á efri hæð húss­ins þar sem til­val­ið er að dást að út­sýn­in­u. Ekki þarf að hafa á­hyggj­ur af veðr­i þeg­ar far­ið er í heit­a pott­inn þar sem hann er einn­ig yf­ir­byggð­ur.

Fast­eign­a­sal­an Mikl­a­borg sér um sölu húss­ins en hér fyr­ir neð­an má sjá nokkr­ar mynd­ir af eign­inn­i.

Húsið er rúmlega 200 fermetrar að stærð.
Mynd/Mikluborgir
Lóðin er um 7600 fermetrar af gróðursælli jörð.
Mynd/Mikluborgir
Hægt er að koma sér fyrir framan arineld á köldu vetrarkvöldi.
Mynd/Mikluborgir
Mörgum þætti eflaust huggulegt að byrja daginn hér.
Mynd/Mikluborgir
Heita potturinn er yfirbyggður.
Mynd/Mikluborgir
Útsýnið er ekki amalegt.
Mynd/Mikluborgir
Náttúruperlan Þingvellir svíkur engan.
Mynd/Mikluborgir