Leikarinn og tón­listar­maðurinn góð­kunni Júlí Heiðar Hall­dórs­son keypti íbúð í mið­bæ Reykja­víkur síðast­liðinn janúar sem hann hefur verið að dunda sér við að gera upp undan­farna mánuði.

Júlí hefur greini­lega næmt auga fyrir innan­húss­hönnun eins og sést af glæsi­legum myndum sem hann birti á Face­book-hópnum Skreytum hús og Fréttablaðið birtir með góðfúslegu leyfi Fasteignaljósmyndunar.

Færslan hefur vakið gífur­lega at­hygli og nú þegar hafa 1800 manns „líkað“ við hana og rúm­lega 200 manns skrifað at­huga­semdir við hana.

Júlí segist hafa notið góðrar að­stoðar vina og fjöl­skyldu og þá sér­stak­lega móður sinnar Önnu Berg­lindar Júlís­dóttur, dans­kennara, sem að hans sögn „hefur frá­bært auga fyrir fal­legri hönnun“.

„Hún hefur bara rosa­lega mikinn á­huga á þessu og hún var alltaf að senda mér myndir og dót og ég fékk að velja úr öllu sem hún sýndi mér. Hún er svo­lítið góð í þessu, hún ætti náttúru­lega bara að vera að vinna við þetta,“ segir Júlí.

Hann segir það hafa verið heil­mikið verk að gera upp í­búðina enda hafi hann verið að gera það sam­hliða meistara­námi og vinnu auk þess sem hann er ein­stæður faðir.

„Þetta var heljarinnar pakki. En það tókst að lokum,“ segir Júlí en sjá má árangurinn af þeirri vinnu hér að neðan.

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun