Hönnunarhátíðin HönnunarMars hefur fest sig í sessi og það var margt um manninn í Listasafni Reykjavíkur í gær þegar hátíðin var var formlega sett. Hátíðin er einskonar árlega uppskeruhátíð hönnunar á Íslandi en þetta er í tíunda sinn sem hátíðin fer fram.

Gestir gerðu sér veitingar sem í boði voru að góðu og kynntu sér efni hátíðarinnar. Sýning #endurvinnummálið var opnuð við þetta tilefni og var fjöldi manns sem kíktu á hana. Dagskrá helgarinnar má sjá nánar hér