Fallegt einbýlishús á tveimur hæðum með aukaíbúð við Baugholt 13 í Reykjanesbæ er falt fyrir 137 milljónir.

Húsið er tæplega 400 fermetrar að stærð og teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt.

Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Fréttablaðsins segir að húsið skiptist í þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, stórt og rúmgott eldhús og tvöfaldri stofu með sjónvarpsherbergi. Í stofunni er stór og stæðilegur arinn sem setur sjarmerandi svip á rýmið.

Húsið er á stórri og fallegri lóð með grónum garði og sundlaug.

Þá hefur eignin verið töluvert endurnýjuð síðustu ár og býr yfir miklum möguleikum. Sem dæmi er hægt að opna á milli aukaíbúðarinnar og aðalhæðar.

Húsið er byggt árið 1975 og teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt.
Mynd/Stuðlaberg fasteignasala
Mynd/Stuðlaberg fasteignasala
Í andyri er útskorinn klæðaskápur. Þá er innangengt í stóran og loftháan bílskúr.
Mynd/Stuðlaberg fasteignasala
Stofan er stór, opin og björt með gólfsíðum gluggum og flotuðu gólfi.
Mynd/Stuðlaberg fasteignasala
Í stofunni er glæsilegur arinn.
Mynd/Stuðlaberg fasteignasala
Úr stofunni er útgengt út á steyptan sólpall, þar sem er útisundlaug.
Mynd/Stuðlaberg fasteignasala
Eldhúsið er stórt og bjart með hvítri útskorinni innréttingu með góðu skápaplássi.
Mynd/Stuðlaberg fasteignasala
Í eldhúsi er gaseldavél og gufugleypir.
Mynd/Stuðlaberg fasteignasala
Fallegt baðherbergi er með frístandandi baðkari og opinni sturtu.
Mynd/Stuðlaberg fasteignasala
Mynd/Stuðlaberg fasteignasala
Hjónaherbergið er gott og bjart með fataskápum með gleri.
Mynd/Stuðlaberg fasteignasala
Sjónvarpsrýmið er á neðri hæð hússins.
Mynd/Stuðlaberg fasteignasala
Mynd/Stuðlaberg fasteignasala
Barnaherbergið er stórt, ekki í fullri lofthæð. Hægt að gera herbergið að tveimur herbergjum.
Mynd/Stuðlaberg fasteignasala
Sundlaugin í garðinum er falleg í laginu.
Mynd/Stuðlaberg fasteignasala
Garðurinn er stór og huggulegur.
Mynd/Stuðlaberg fasteignasala