Glæishýsi Skúla Mogensen, fyrrum forstjóra WOW air, er enn til sölu samkvæmt sölusíðunni oceanvillaiceland.com sem er sérstaklega til að selja eignina, ekkert verð er gefið upp á síðunni.

Húsið er hannað af Steve Christer og Mar­gréti Harðardótt­ur hjá Studio Granda og er fast­eigna­mat hússins 261 millj­ón króna. Gríma Björg Thorarensen, unnusta Skúla, og Selma Ágústsdóttir sáu um innanhúshönnun.

Stundin greindi frá því að í desember 2018 hefði Skúli veðsett húsið fyrir 360 milljónir.