Eitt glæs­i­leg­ast­a hús lands­ins er nú kom­ið til sölu. Hús­ið er stað­sett á best­a stað í Garð­a­bæn­um og er tím­a­laus eign. Hús­ið er bæði teikn­að og hann­að árið 1966 af Guð­mund­i Þór Páls­syn­i ark­i­tekt og hef­ur því ver­ið mjög vel við­hald­ið í gegn­um árin. Óskað er eftir tilboðum í eignina en fasteignamat hennar er um 113 milljónir og brunabótamatið um 123 milljónir.

Í lýs­ing­u eign­ar­inn­ar á fast­eign­a­vef Vís­is seg­ir að öll eign­in sé 1.392 fer­metr­ar og að hús­ið sé rúm­ir 320 fer­metr­ar. Þá fylg­ir hús­in­u einn­ig 44 fer­metr­a bíl­skúr. Alls eru níu her­berg­i í hús­in­u og þrjú bað­her­berg­i. Sjö svefn­her­berg­i er að finn­a í hús­in­u.

Á fyrst­u hæð húss­ins er mög­u­leik­i að fjölg­a svefn­her­bergj­um en hæð­in skipt­ist í for­stof­u­hol, eld­hús, búr, þvott­a­her­berg­i, borð­stof­u, stof­u með suð­ur­s­völ­um, hol á­samt bað­her­bergj­um og svefn­her­berg­is­álm­ur. Á neðr­i hæð húss­in er fjöl­skyld­u­rým­i með ar­inn, tóm­stund­ar­her­berg­i, lagn­a­rým­i þar sem geng­ið er út í suð­ur­garð en mög­u­leik­i er á að byggj­a við hús­ið.

Stutt er í alla helst­u þjón­ust­u frá hús­in­u eins og í leik­skól­a, grunn­skól­a, versl­an­ir og næst­u stræt­is­vagn­a­stöð.

Ekki verð­ur hald­ið opið hús á eign­inn­i held­ur verð­ur hverj­um og ein­um gef­in sinn skoð­un­ar­tím­i. Nán­ar um það á vef Vís­is hér.

Níu herbergi er að finna í húsinu sem er á tveimur hæðum.
Mynd/Domusnova