Glæsihýsi í botnlanga með stórbrotnu útsýni að Bakkavör 12 á Seltjarnarnesi er nú til sölu. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt og byggt árið 1990. Eignin er skráð 500,3 fermetrar að stærð á 1006 fermetra eignarlóð. Húsið er á þremur hæðum með alls ellefu herbergi, þar af eru sex svefnherbergi og þrjú baðherbergi.

Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Fréttablaðsins, segir að á fyrstu hæð hússins sé glæsilegt eldhús, búr, gestasalerni, stofa, borðstofa, sólstofa, þvottahús, geymsla og innangengt í stóran tvöfaldan bílskúr með hellulögðu og upphituðu bílastæði.

Á annari hæð eru fjögur rúmgóð svefnherbergi, þar af hjónasvíta með fataherbergi og vönduðu baðherbergi með flísum í hólf og gólf, með baðkari og sturtu. Þá er útgengt úr hjónaherberginu á austursvalir. Þá eru einnig tvö stór barnaherbergi.

Í kjallara hússins eru tvö herbergi, æfingasalur, sturtuaðstaða ásamt tengi fyrir sauna.

Við hlið hússins er stórt útivistarsvæði sem og stutt í alla helstu þjónustu.

Þakið er með kopar klæðningu og allir gluggar eru úr harðvið.
Mynd/Croisette home
Byggingarstíll og efnisval hússins er einstaklega vandað.
Mynd/Croisette home
Stórar og tignarlegar súlur í stofunni gera rýmið einstaklega fallegt.
Mynd/Croisette home
Mynd/Croisette home
Listar og rósettur í loftum setja punktinn yfir i-ið.
Mynd/Croisette home
Huggulegt að sitja í borðkróknum í eldhúsinu.
Mynd/Croisette home
Anlrýmið er opið og bjart þar sem gengið er upp á aðra hæð hússins.
Mynd/Croisette home
Smart bogahurð inn á endurnýjað baðherbergi, frábrugðin því sem sést nú til dags.
Mynd/Croisette home
Mynd/Croisette home
Mynd/Croisette home
Mynd/Croisette home
Það er ákveðinn konungshallarbragur á húsinu með listaverkinu í loftinu og borgahurðunum.
Mynd/Croisette home
Það er ansi óvanalegt að vera með uppstoppaðan skógarbjörn, uxa og dádýr í kjallaranum hjá sér.
Mynd/Croisette home
Fallega gróinn garður með skjólsælum pall til suðurs og vesturs ásamt heitum potti og sturtuaðstöðu.
Mynd/Croisette home
Fallegt útsýnið af efri hæð hússins.
Mynd/Croisette home