Fallegt 227 fermetra einbýlishúsvið Klettás í Njarðvík með útsýni að Faxaflóa og Grindavíkur er til sölu.
Húsið er á einni hæð með fimm svefnberbergjum, tveimur baðherbergjum, stofu, eldhúsi, þvottahúsi og borðstofu, en eignin var að miklu leyti endurnýjuð árið 2020.
Eldhús og stofa er í opnu og björtu rými með hvítum innréttingum og flísum á gólfum.
Hjónaherbergið er með hótelherbergis-fílíng, en baðherbergi er innan af herberginu með aðskilið reyklituðum glerveggjum að hluta ásamt fataherbergi.
Húsráðendur hafa gott auga fyrir fallegri list, en í mörgum rýmum má finna skemmtileg og litrík listaverk sem setja flottan svip á heildarmyndina sem stílhrein og mínimalísk.

Stofan er með nýjum flísum á gólfi, upptekið loft með nýju gipsi og með fjarstýrðum ljósabúnaði.
Fréttablaðið/benony.is

Eldhús er nýlega endurnýjað með innréttingu frá IKEA.
Fréttablaðið/benony.is

Öllum ljósum er stórnað gegnum innbyggðan ipad eða úr síma.
Fréttablaðið/benony.is

Fréttablaðið/benony.is

Baðherbergi er endurnýjað með útgengni á verönd með heitum potti.
Fréttablaðið/benony.is

Fréttablaðið/benony.is

Hjónaherbergi er stórglæsilegt með baðherbergi sem er aflokað að hluta með reyklituðum glerveggjum ásamt fataherbergi.
Fréttablaðið/benony.is

Baðhergi í hjónaherbergi.
Fréttablaðið/benony.is

Flott líkamrsækt í bílskúrnum.
Fréttablaðið/benony.is

Heitur pottur með fallegu útsýni
Fréttablaðið/benony.is