Nýtt hlaðvarp Kim Kardashian, The System: The Case of Kevin Keith, hefur skotist upp vinsældalista og er í dag vinsælasta hlaðvarpið í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að vera einungis vikugamalt.
Hlaðvarpið, sem er glæpahlaðvarp, fjallar um Kevin Keith sem er dæmdur morðingi, en Kardashian telur hann vera saklausan og kafar hún í öll smáatriði í þáttunum. Hlaðvarpið er einungis aðgengilegt á Spotify.
Hlaðvarpið hefur steypt The Joe Rogan Experience af stóli sem vinsælasta hlaðvarpið í Bandaríkjunum, en það er nú fallið niður í annað sætið.
Á Íslandi er hlaðvarp Kardashian í öðru sæti yfir vinsælustu hlaðvörpin á Spotify.
Enn hafa einungis tveir þættir verið gefnir út en búist er við því að nýir þættir birtist vikulega.
