Unnur Guðríður, eða Gurrý eins og hún er kölluð er mikil áhugamanneskja um mat. Hún elskar að elda og finnst gaman að bera fram fallegan og litríkan mat.

,,Ég vil eiga sem flestar gæðastundir með fjölskyldunni og kvöldmaturinn er góð leið til þessu. Við setjumst niður, borðum góðan mat og ræðum um málefni líðandi stundar. Það er ótrúlega gott eftir annasaman dag, að fara heim og fara í nokkurskonar hugleiðslu í eldhúsinu," segir Gurrý.

„Þessa dagana er mikið um að vera hjá Lemon en við erum nýbúin að opna tvo nýja staði, í Olís Gullinbrú og Olís í Borgarnesi. Staðurinn í Borgarnesi er frábrugðinn öðrum Lemon stöðum en hann er svokallaður Lemon míní staður þar sem einungis hluti af matseðlinum er í boði, fjórar samlokur og fjórir djúsar. Svo erum við að undirbúa opnun nýs staðar í Hagkaup Garðabæ. Staðurinn verður staðsettur við kassasvæðið í Hagkaup og verður frábær viðbót í þá flóru veitingastaða sem er nú þegar í Garðabæ," segir Gurrý.

Hún segir að eldhúsið geti verið kærkominn staður eftir annasaman dag og ekki verra að hlusta á góða tónlist eða podcast á meðan verið er að sýsla í matargerð.

Mataræði skiptir Gurrý miklu máli en þegar mikið er að gera þá vill hún vera búin að skipuleggja sig og hafa vikuna klára. Hún reynir að gera vikumatseðilinn á laugardegi eða sunnudegi og skutlast svo í Bónus og kaupir inn fyrir vikuna.

Mánudagur – Fullkominn chiagrautur

„Ég elska að fá mér góðan hafra- og chiagraut á morgnana, gefur mér góða orku inn í daginn. Mánudagsmorgnar eru ekkert öðruvísi en aðrir, geggjaður grautur til að starta vikunni.“

Lúxus chiagrautur fullkomnar byrjunina á deginum

Chiagrautur

Þriðjudagur – Tortillur með kjúkling

„Einfalt, fljótlegt og dásamlega gott. Það virkir einhvern veginn allt í tortillu. Við erum oft á hlaupum á þriðjudögum og þá er hægt að redda sér með því að kaupa tilbúinn kjúkling í tortilluna.“

Girnilegur djúpsteiktur kjúklingur í tortillur

Djúpsteiktur kjúklingur í tortillur

Miðvikudagur – Grillaður lax með mangósalsa

„Mér finnst gaman að vera með lax í matinn. Hann er ekki bara góður heldur einstaklega hollur líka og það er hægt að tvista uppskriftir á svo marga vegu. Hér er ein skotheld.“

Ómótstæðilega ljúffengur grillaður lax með mangósalsa

Lax í mangósalsa

Fimmtudagur – Saltimbocca

„Ég nota uppskriftirnar frá Berglindi á GRGS, Gulur, rauður, grænn og sallt, mjög mikið. Allt sem ég hef prófað frá henni er gott. Þessi uppskrift er frábær.“

Seiðandi og ljúffengt saltimbocca að hætti Ítala

Saltibocca

Föstudagur – Pestópitsa

„Á föstudögum er óskrifum regla hjá okkur að hafa pitsu í matinn. Þá sameinumst við í eldhúsinu og gerum nokkrar útgáfur af pitsum. Svakalega skemmtileg kvöld.“

Guðdómleg pestópitsa sem slær öllu við

Pestó pitsa

Laugardagur - Hægelduð nautalund

„Við ætlum að gera vel við okkur þetta laugardagskvöld og hafa nautalund sem er uppáhaldsmaturinn okkar allra í fjölskyldunni.“

httpHægelduð nautalund og meðlæti sem gleður

Hægelduð nautalund og meðlæti

Sunnudagar – Ítalskt lasagna og gulrótarkaka sem gleður

„Á sunnudögum finnst mér gaman að splæsa í eftirrétt. Sonur minn elskar gulrótarköku þannig að hún varð fyrir valinu. Þessi uppskrift er líka mjög einföld - ég elska allt sem auðveldar mér lífið. Í aðalrétt verður lasagna sem klikkar aldrei. Trixið er að gera nógu mikið þannig að það verði afgangur sem hægt er að hafa í matinn daginn eftir.“

Heimalagað ítalskt lasagna sem sælkerarnir elska

Heimalagaða ítalst lasagna

Einfaldasta gulrótarkaka sem völ er á

Einfaldasta gulrótarkaka í heimi