Splunkuný stikla úr James Bond myndinni No Time To Die birtist í dag og fá nú aðdáendur loks að sjá almennilega í Safin, illmennið sem Rami Malek leikur.

Út­gáfu­degi nýjustu James Bond myndarinnar var frestað um nokkra mánuði vegna kórónaveirufaraldursins. Átti hún að koma út í apríl en mun þess í stað ekki koma út í nóvember.

Phoebe Waller-Bridge er meðal handritshöfunda nýjustu Bond myndarinnar en hún er einnig þekkt fyrir að hafa skrifað og leikið í Fleabag.

Í stiklunni má finna heilan helling af vísbendingum um söguþráð kvikmyndarinnar; Njósnarinn er í upp­­hafi myndarinnar hættur störfum og staddur í fríi á Jamaíku. Gamall vinur hans, Felix Leit­er, mætir ó­­vænt til hans og biður hann um að­­stoð við að bjarga vísinda­­mönnum.

Leikarinn Christoph Waltz snýr aftur sem Blofeld og gefur Bond einhverjar vísbendingar um dularfullt mál sem tengist fortíð Madeleine Swann, sem leikin er af Léa Seydoux og áhorfendur þekkja úr kvikmyndinni Spectre.

Einnig fáum við að kynnast betur 00-njósnaranum Nomi sem leikin er af Lashana Lynch.

Daniel Craig hefur tilkynnt að No Time to Die verði síðasta Bond myndin hans.
Fréttablaðið/Getty images

Hér fyrir neðan má sjá stikluna.