Gísli Örn Garðars­son, leikari og leik­stjóri, mun leik­stýra þáttum í þriðju seríu norsku seríunnar Exit. Því greindi Gísli frá í við­tali á Bylgjunni í morgun en þar var hann líka til að ræða Ver­búðina sem núna eru í sýningu á RÚV.

Spurður hvað væri næst á dag­skrá hjá Vestur­porti sem fram­leiðir Ver­búðina sagðist Gísli geta greint frá því að meðal verkefna hjá þeim væri að leikstýra Exit.

Gísli sagði í við­tali við Bakaríið á Bylgjunni að hann þekki vel fram­leið­endur Exit og að þannig hafi það komið til. Þættirnir fjalla eins og margir vita um norska auð­menn, spillt líf­efni þeirra og af­leiðingar þess.

Hægt er að hlusta á við­talið hér á vef Vísis.

Útrásarvíkingarnir í Exit.