Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, mun leikstýra þáttum í þriðju seríu norsku seríunnar Exit. Því greindi Gísli frá í viðtali á Bylgjunni í morgun en þar var hann líka til að ræða Verbúðina sem núna eru í sýningu á RÚV.
Spurður hvað væri næst á dagskrá hjá Vesturporti sem framleiðir Verbúðina sagðist Gísli geta greint frá því að meðal verkefna hjá þeim væri að leikstýra Exit.
Gísli sagði í viðtali við Bakaríið á Bylgjunni að hann þekki vel framleiðendur Exit og að þannig hafi það komið til. Þættirnir fjalla eins og margir vita um norska auðmenn, spillt lífefni þeirra og afleiðingar þess.

Útrásarvíkingarnir í Exit.