Fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson er ekki smitaður af Covid-19. Hann greinir frá þessu sjálfur á Twitter síðunni sinni.

Eins og al­þjóð veit var Gísli Marteinn skikkaður í sótt­kví eftir að Hall­grímur Helga­son var meðal gesta í þætti hans síðasta föstudag en hann greindist stuttu síðar með Co­vid.

„Ég er ekki með Covid. Þakka góðar kveðjur og stuðning og biðst afsökunar á Twitter ofvirkni á meðan á sóttkví stóð,“ segir Gísli á Twitter,

Hann sendi svo batakveðju á Hallgrím.

Grín­istinn Sóli Hólm, sem var einnig gestur Gísla, er heldur ekki með Co­vid.

„Allt er gott sem endar vel. Veiru­á­rás frá ó­vildar­fólki mínu bar ekki árangur í þetta skiptið,“ skrifaði Sóli á Twitter.