Nú er komið sumar og þá er upplagt grilla nokkur kvöld og njóta ljúffengra sælkerakræsingar sem boða sumar og sól. Gaman er að vera með sjávarfang, létta rétti og toppa svo vikuna með því setja eitthvað spennandi á grillið. Til að mynda mælum við með syndsamlega góðum kjúkling og sælkera hamborgurum sem framreiddir eru með nýstárlegum hætti og grilluðum eftirrétti sem lætur engan ósnortinn.

Flest okkur þekkjum við það vel að vera stundum í tímaskorti þegar kemur að eldamennskunni og samt langar okkur í eitthvað ómótstæðilega gott sem kitlar bragðlaukana. Verslunin Bónus er komin með fjölbreytt úrval af tilbúnum réttum og meðal annars glæsileg og fjölbreytt súpulína. Þegar við þurfum eitthvað fljótlegt og þægilegt sem hægt er að framreiða á skömmum tíma á girnilegan máta til tilvalið að kippa pakka úr súpulínu Bónus. Gaman er að geta þess að nær allt hráefnið í þessa rétti fæst í verslunum Bónus svo hægt er að gera hagkvæm innkaup fyrir vikuna.

Mánudagur – Humarsúpa

Við mælum með ljúffengri humarsúpu í kvöldmatinn sem tekur örskamma stund að töfra fram.

Guðdómlega ljúffeng humarsúpa með sjávarfangstvisti

M&H Screenshot 2022-05-02 at 12.45.49.png

Þriðjudagur – Rækjutaco sem þið eigið eftir að elska

Sjávarfang er ávallt svo létt og gott í maga og hægt er að tvistað það til á svo margar spennandi vegu. Hér erum við með tígrísrækjur sem eru einstaklega bragðgóðar og fást frosnar í Bónus, bæði eldaðar og óeldaðar. Fullkomnar í taco.

Rækjutaco sem tryllir bragðlaukana

Screenshot 2022-05-02 at 13.18.03.png

Miðvikudagur – Kjúklingaréttur með indversku ívafi

Indverskur matur nýtur mikilla vinsælda og það getur stundum tekið langan tíma að elda hann frá grunni. Hér erum við með indverskan kjúklingarétt sem steinliggur og tekur örskammastund að framreiða.

Tikka masala kjúklingaréttur sem bragð er af

Screenshot 2022-05-02 at 13.18.24.png

Fimmtudagur – Veganborgara fyrir alla

Þegar það er kominn fimmtudagur er farið að styttast í helgina og þá er upplagt að grilla eitthvað spennandi. Við mælum hér sumarlegum og gómsætum veganborgurum sem allir geta notið.

Sumarlegir og gómsætir veganborgarar

Halsans-borgari-9-1024x687.jpeg

Föstudagur – Pítsakvöld

Fátt toppar föstudagskvöldin en heimabökuð pitsa. Við mælum með fjölskyldukvöldi í eldhúsinu þar pitsubakstur verður í forgrunni. Hægt er að gera pitsubotna frá grunni eftir smekk hvers og eins og síðan má líka skella sér í Bónus og ná sér í tilbúið súrdeigs pitsadegi og létta sér lífið.

Heiðarleg og ljúffeng pitsa

Screenshot 2022-05-02 at 13.17.27.png

Laugardagur – Grillaðar kræsingar

Á laugardagskvöldi mælum við að gera vel við sig og grilla sælkerakræsingar sem koma bragðlaukunum á flug. Hér erum við með lambaprime, kjúklingabringur og girnilegu meðlæti. Máltíðin er toppuð með grilluðu epli sem borið er fram með kókossúkkulaðisósu sem lætur engan ósnortinn.

Safaríkt lambaprime og kjúklingabringur með meðlæti og eftirrétt

Screenshot 2022-05-02 at 13.28.25.png

Screenshot 2022-05-02 at 13.28.34.png

Sunnudagur – Sælkera smashborgari

Fyrir komandi vinnuviku er yndislegt að toppa helgina með sælkeraborgara að hætti Bötlersins sem enginn stenst.

Bötlers borgarinn sem sprengir allan skalann

Screenshot 2022-05-02 at 13.17.43.png

Njótið vel.