Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson, eða Gillzinegger og kærasta hans Guðríður Jóns­dótt­ir eiga von á sínu öðru barni saman í maí á næsta ári.

Fyrir eiga þau saman eina dóttur, Evu Malen sem er fædd árið 2014 en Egill og Gurrý hafa verið par í tæpan áratug.

Egill tilkynnti um nýjasta fjölskyldumeðliminn á Instagram á jóladag.

„Stefnir í að 2021 verði veisla. Eva Malen er að ofpeppast hérna heima en hún er að fara að fá lítinn bróðir í maí. Gleðileg jól allir vona þið hafið það frábært," skrifar Egill lukkulegur.