Ofurfyrirsætan Gigi Hadid og tónlistarmaðurinn Zayn Malik hafa eignast barn. Hadid deildi gleðitíðindunum á Instagram og segir hana og Malik vera yfir sig ástfangin af litlu stúlkunni sinni.

Hadid hefur leyft að­dá­endum sínum að fylgjast með meðgöngunni með bumbumyndum. Hér má sjá 27 vikna bumbuna.

View this post on Instagram

from about 27 wks 🥺💙 time flew

A post shared by Gigi Hadid (@gigihadid) on

Kynntust við gerð tónlistarmyndbands

Hadid er ein þekktasta fyrirsæta heims en hún er 25 ára og hefur meðal annars setið fyrir á forsíðu Vogue og unnið fyrir Victoria‘s Secret. Malik, sem er 27 ára, hefur gert góða hluti á tónlistarsviðinu en hann sló fyrst í gegn með hljómsveitinni One Direction. Hadid og Malik kynntust árið 2015 þegar Malik vann að gerð tónlistarmyndbands við lagið Pillowtalk.

Hadid sagði á Instagram að dóttir hennar hefði komið í heiminn síðustu helgi. Hér fyrir neðan má sjá færsluna.