Hárgreiðslu- og útvarpsmaðurinn Svavar Örn Svavars­son og Daní­el Örn Hinriks­son, hágreiðslumaður gengu í það heilaga á föstudaginn eftir að hafa verið kærustupar í 19 ár. Þetta kemur fram í sameiginlegri færslu hjónanna á samfélagsmiðlum.

„Við kærustuparið til 19 ára játuðumst hvor öðrum síðastliðinn föstudag og í dag fögnuðum við með fjölskyldu okkar. Lífið er dásamlegt,“ skrifuðu þeir og birtu mynd af sér sælir á svip með séra Sigurði Arnarsyni, sóknarpresti í Kópavogskirkju.

Lífið á Fréttablaðinu óskar hjónunum til hamingju með ástina!

Svavar og Daníel áttu 19 ára sambandsafmæli 9. ágúst síðastliðinn.