Fyrr­verandi NFL leik­maðurinn Michael Oher giftist ástinni sinni, Tiffany Roy, síðustu helgi. Oher er mörgum þekktur en líf hans og upp­vöxtur var inn­blástur að bókinni og kvik­myndinni The Blind Side með Söndru Bullock og Qu­in­ton Aron í aðal­hlut­verkum.

Á vef CNN segir að Oher hafi gifst Roy í Nas­hvil­le síðustu helgi en hann greindi sjálfur frá brúð­kaupinu á Insta­gram í dag og mynd af þeim saman.

Við myndina sagðist hann vera fullur af ást og að hann trúi því varla að fólk hafi tekið sér tíma til að fagna með þeim. „Fal­lega ástin mín, ég elska þig svo mikið, takk fyrir að blessa mig með fjöl­skyldu okkar. Auð­veld­lega besta helgi sem ég hef upp­lifað.“

Parið á tvo syni, Kobi og MJ, og dæturnar Ki­erstin og Naivi. Þau hittust í há­skóla og hafa verið saman í sau­tján ár.

Oher átti langan feril í amerískum fót­bolta og spilaði meðal annars fyrir Ra­vens, Tennes­see Titans og Carolina Pant­hers. Hann hætti að spila árið 2016.

Kvik­myndin The Blind Side kom út árið 2009 og fékk til­nefningu sem besta kvik­myndin á Óskars­verð­laununum þar árið. Sandra Bullock fékk verð­laun sem besta leik­konan það árið fyrir leik sinn í myndinni sem Leigh Anne Tuohy sem ætt­leiddi Oher.