Gettu betur lið MR bjargaði Ágústi Ólafi Ágústs­syni, þing­manni Sam­fylkingarinnar, í dag þegar bíll hans varð bensín­laus skammt frá bensín­stöð At­lants­olíu á Sprengi­sandi. Þakk­láti þing­maðurinn greinir frá þessu í Face­book færslu.

„Í kjör­dæma­viku er hægt að lenda í ýmsu. En að vera bensín­laus bók­staf­lega 5 metrum frá bensín­dælunni er nýtt fyrir mér,“ skrifar Ágúst.

„En björgunar­liðið var ekki af verri endanum en hálft Gettu betur lið Mennta­skólans í Reykja­vík kom eins og kallað og ýtti mér þessa metra.“

Hann segir aug­ljóst að þarna séu ekki bara and­leg stór­menni á ferðinni. „ Annars verður á­huga­verð keppni í kvöld þegar MR mætir Kvennó. Tvö stór­veldi þar á ferð en auð­vitað mun MR vinna þetta.“