Bandaríska stjörnuparið fyrrverandi Charlie Sheen og Denise Richards skemmtu sér við tökur kvikmyndarinnar „Scary Movie 4“ eða 5, en Richards greindi nýverið frá því að dóttir þeirra hafi verið getin við tökur myndarinnar.

Two and a Half man leikarinn Charlie Sheen og James Bond stúlkan Denise Richards gengu í hjónaband árið 2002 en skildu árið 2006. Þau kynnt­ust við gerð kvik­mynd­ar­inn­ar „Good Advice“ árið 2000 og léku sam­an í „Scary Movie 3“.

Richards sagði í spjallþætti í vikunni að hún væri mikill aðdáandi allra kvikmynda fyrrverandi eiginmannsins. Þáttarstjórnandinn spurði hana þá glettnislega hvort að hún væri meira að segja hrifin af „The Scary Movie" 4, eða 5.

Richards svaraði þá: „Já, dóttir okkar var reyndar getin við tökur á annað hvort „Scary Movie "4 eða 5. Ég man það ekki alveg hvorri, framhaldsmyndir renna oft í eitt.“

Sheen og Richards eiga tvær dætur saman, Sam sem er 16 ára og Lolu sem er 14 ára. Parið sleit hjónabandi sínu árið 2006 en eru góðir vinir í dag og deila forræði yfir dætrunum tveimur.