Lífið

Get ekki sagt nei -„Er ég með­virkur?“

Ástir með Ástu fékk senda fyrirspurn frá ungum manni sem er að gefast upp á kröfum vina sinna og fjölskyldu.

„Þú verður að hætta að vera meðvirkur“ – vinkonan hughreystir vin sinn sem að varð fyrir miklum vonbrigðum með vini sína og fjölskyldu. Fréttablaðið/Getty

Hæ, ég er ekki á góðum stað í lífinu, ég er að drepast úr samviskubiti og stressi alla daga og um daginn þá var ég orðin svo taugaveiklaður að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall, og ég er bara 28 ára og er ferlega heilbrigður. Ég ræddi málið við vinkonu mína og hún sagði að ég væri meðvirkur, og að ég ætti að hætta að gera allt fyrir alla. Sem er málið ég er einmitt gaurinn sem segir já við vini mína þó að ég vilja segja nei og breyti plönunum mínum til þess að geta hjálpað þeim og svo lofa ég mér út og suður og lendi oft í vandræðum með púsla öllu saman og þá fer allt í klessu.

Ég verð oft alveg hrikalega þreyttur á þessu. Ég er að reyna að halda öllum góðum og vil allt fyrir alla gera. En um daginn varð ég alveg verulega fúll, ég var að flytja og bað „alla“ um að aðstoð og bauð upp á bjór og pizzu og það komu tveir,vinkona mín og kærastan hennar. Strákarnir létu ekki sjá sig og bræður mínir fóru á fótboltaleik, lofuðu að koma seinna. Ég varð rosalega reiður og sár og brjálæðislega fúll, ég er gaurinn sem gerir allt fyrir alla alltaf og af hverju fæ ég ekki eitthvað í staðinn. Getur verið að vinkona mín hafi rétt fyrir sér – er ég meðvirkur?“

Sá sem er meðvirkur setur þarfir og langanir annarra framar sínum eigin og oft á eigin kostnað. Meðvirkni getur verið grafalvarleg og á ekkert skylt við hjálpsemi. Fréttablaðið/Getty

„Sæll ungi maður, ég verð að taka undir með vinkonu þinni, það bendir allt til þess að þú sért bullandi meðvirkur. Það er algengt að fólk rugli saman greiðvirkni og meðvirkni, það er langt frá því að vera sami hlutur. Meðvirkni er skilgreind sem ákveðið hegðunarmynstur einstaklinga í samskiptum við annað fólk og viðbrögð við aðstæðum. Grundvöllur meðvirkni er að einstaklingur setur þarfir og langanir annarra í fyrsta sæti oftast á eigin kostnað.“

Þekkt hegðunarmynstur

„Það er ekki hægt að halda öllum góðum, alltaf allan tímann. Ef að þú ert eins og sveittur hundur út um allt að gera umbeðna sem óumbeðna hluti og færð lítið sem ekkert þakklæti fyrir þá held ég að það sé komin tími til að staldra við og hugsa málið.

Þeir sem að eru heimtufrekir á tíma þinn og virða ekki þín persónulegu landamæri – vaða í raun yfir þig á skítugum skónum - þetta fólk er ekki leita til þín vegna góðmennsku þinnar, þau eru að misnota veikleika þinn. Og þú leyfir það með því að segja ekki nei og setja þér ekki mörk.

Meðvirkni er alþekkt hjá aðstandendum fíkla og áfengissjúklinga og aðstandendur geta verið alveg jafn veikir og sá sem er í neyslu. Þessi hegðun þróast á löngum tíma í óstjórnlegum aðstæðum til dæmis í ofbeldissamböndum þá er meðvirkni leið þolanda til að lifa af við erfiðar aðstæður. Þeir sem eru meðvirkir bera sjaldnast kennsl á hegðun sína og viðbrögð því almenna viðhorfið er það að sælla sé að gefa en að þiggja. En það gildir líka um mann sjálfan, við verðum að bera virðingu fyrir okkur líka.“

Það eru til leiðir út úr vandanum - það er aldrei of seint að leita sér aðstoðar. Fréttablaðið/Getty

Hvað er til ráða

„Ég hvet þig til að leita til sérfróðra aðila og leita þér þekkingar á einkennum meðvirkni. Verkefni af þessu tagi leysist ekki á einni nóttu, það tekur langan tíma að vinda ofan af áralöngu hegðunarmynstri. Treystu á vinkonu þína hún virðist sjá hvað klukkan slær og ég er þess viss um að hún muni styðja þig áfram í átt að betri líðan.“

Almennt er stuðst við skilgreiningu  CoDA samtakana á meðvirkni, listi með einkennum er hér fyrir neðan: 


Afneitun:

 • Ég á erfitt með að gera mér grein fyrir því hvernig mér líður.
 • Ég geri lítið úr, breyti eða afneita því hvernig mér líður.
 • Mér finnst ég algjörlega óeigingjarn og einarðlega helgaður velferð annarra.

Lítil sjálfsvirðing:

 • Ég á erfitt með að taka ákvarðanir.
 • Ég dæmi allt sem ég hugsa, segi og geri harðlega og finnst það aldrei nógu gott.
 • Ég fer hjá mér þegar ég fæ viðurkenningu, hrós eða gjafir.
 • Ég bið aðra ekki um að mæta þörfum mínum eða þrám.
 • Ég tek álit annarra á hugsunum mínum, tilfinningum og hegðun fram yfir mitt eigið.
 • Mér finnst ég ekki vera manneskja sem hægt er að elska og virða.

Undanlátssemi:

 • Ég breyti gildum mínum og heilindum til þess að forðast höfnun eða reiði annara.
 • Ég er næmur fyrir því hvernig öðrum líður og mér líður eins og þeim.
 • Ég er fram úr hófi trúr fólki og kem mér því ekki nógu fljótt úr skaðlegum aðstæðum.
 • Ég met skoðanir og tilfinningar annarra meir en mínar eigin og er hræddur við að láta álit mitt í ljós ef ég er ósammála einhverju.
 • Ég set áhugamál mín og tómstundir til hliðar til þess að gera það sem aðrir vilja.
 • Ég sætti mig við kynlíf þegar ég vil ást.

Stjórnsemi:

 • Mér finnst annað fólk ófært um að sjá um sig sjálft.
 • Ég reyni að sannfæra aðra um það hvað þeim “á” að finnast og hvernig þeim líður í „raun og veru“.
 • Ég fyllist gremju þegar aðrir leyfa mér ekki að hjálpa sér.
 • Ég gef öðrum ráð og leiðbeiningar óspurður.
 • Ég helli gjöfum og greiðum yfir þá sem mér þykir vænt um.
 • Ég nota kynlíf til þess að öðlast viðurkenningu.
 • Fólk verður að þurfa á mér að halda til þess að ég geti átt í sambandi við það.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Ástir með Ástu - Eigin­maðurinn lemur vin­konuna

Lífið

Ástir með Ástu - Vil ekki vera viðhald

Lífið

Notaði peningana í dóp en ekki í fjöl­skylduna

Auglýsing

Nýjast

Rúrik og Nathalia á landsleiknum

Partýbollur sem bregðast ekki

Orkudrykkir eru ekki fyrir börn

Arnold bauð Fjallinu í kvöldmat og kósí

Leikvöllur fyrir alla fjölskylduna

Heillandi vetrarparadís í norðri

Auglýsing