Lífið

Gestir hvattir til að mæta tíman­lega

Boðið verður upp á strætó­ferðir á stór­tón­leika Guns N' Roses annað kvöld. Eitt­hvað er um lokanir í kringum svæðið og þá eru gestir hvattir til að mæta tíman­lega.

Goðsagnirnar í Guns N' Roses stíga á svið á Laugardalsvelli annað kvöld.

Gestir stórtónleika rokksveitarinnar Guns N' Roses á Laugardalsvelli á morgun eru hvattir til þess að mæta tímanlega til að forðast raðir og nýta sér virka ferðamáta. Völlurinn opnar klukkan 16.30 en skömmu eftir það stígur hljómsveitin Brain Police á svið áður en Axl Rose, Slash og félagar í rokksveitinni goðsagnakenndu taka við.

Boðið verður upp á sérstakar hraðferðir Strætó frá þremur stöðum í borginni og beint niður í Laugardal. Þessar hraðferðir munu fara frá Háskólanum í Reykjavik, Mjóddinni og Strætóstoppitöðinni norðanmegin við Kringluna (hjá Orkunni). 

Sömu leiðir munu fara frá Laugardalshöll við Suðurlandsbraut og til baka eftir tónleika. Miðahafar á tónleikana fá frítt í þessar ferðir gegn framvísun miða.

Þá eru bílastæðin í kringum Laugardalshöllina opin en til þess að leggja þurfa að vera fjórir eða fleiri miðahafar í bíl. Tónleikahaldar mælast þó til þess að fólk leggi á bílastæðinu við Sjóvá og fyrir aftan Verslunarskólann.

Reykjavegur verður lokaður fyrir og á meðan tónleikum stendur og þá verður Engjavegur lokaður frá klukkan 16 nema fyrir tónleikagesti. Suðurlandsbraut verður lokuð að hluta eftir að tónleikum lýkur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Börn eru indælli en fullorðna fólkið

Lífið

Drottningin í öllu sínu veldi

Lífið

Snillingar í að kjósa hvert annað

Auglýsing

Nýjast

Doktor.is í samstarf við Fréttablaðið

Gleðin í fyrirrúmi

Þing­­flokkur Mið­­flokksins át bragga að Norðan

Hug­ar gefa frá sér nýtt lag og tón­list­ar­mynd­band

Ástandið mjög slæmt á Íslandi á stuttum tíma

Haf­þór og Hen­son gengin í það heilaga og halda til Dubai

Auglýsing