Harry og Vil­hjálmur munu ekki standa hlið við hlið í jarðar­för Filippusar afa þeirra. Þá mun Elísa­bet sitja ein í jarðar­för eigin­mannsins, að því er fram kemur í um­fjöllun The Sun. Gestalistinn hefur nú verið birtur.

Eins og fram hefur komið dvelur Harry nú í sótt­kví. Þeir bræður hafa ekki hist í nokkra mánuði og mikið verið rætt og ritað um meintar erjur þeirra á milli. Jarðar­för Filippusar mun hefjast klukkan 15:00 að breskum tíma og mun breska þjóðin þagna í mínútu honum til heiðurs.

Í um­fjöllun The Sun kemur fram að frændi þeirra bræðra, Peter Phillips muni þess í stað standa á milli þeirra. Sá er sonur Önnu prinsessu, dóttur Elísa­betar. Segir enn­fremur að þetta hafi verið gert að óskum drottningarinnar.

Einungis verða þrjá­tíu manns í út­förinni á laugar­daginn vegna CO­VID reglna. Fyrir­hugaður gestalisti fyllti 800 manns en drottningin valdi að lokum einungis sína nánustu til mætingar.

Í til­kynningu bresku konungs­fjöl­skyldunnar segir að út­förin hafi verið skipu­lögð í þaula, með til­liti til fjar­lægðar­tak­markana. Höllin muni ekki láta draga sig í get­gátur um gestalista eða annað meint drama honum tengt.

Kista Filippusar verður færð inn í kapellu í Windsor kastala klukkan 11:00 á laugar­dag. Þar mun hún vera til klukkan 14:21 og verður hann þá færður í sér­út­búnum Land Rover jeppa Filippusar til kapellu St. Georgs þar sem út­förin mun fara fram. Fram kemur í frétt breska götu­blaðsins að her­toginn hafi átt jeppann undan­farin sex­tán ár.

Gestalistinn:

 1. Drottningin
  2. Karl Breta­prins
  3. Kamilla, her­toga­ynjan af Cornwall
  4. Vil­hjálmur, her­toginn af Cam­brid­ge
  5. Katrín, her­toga­ynjan af Cam­brid­ge
  6. Harry, her­toginn af Sus­sex
  7. Andrés, her­toginn af York
  8. Be­at­rice prinsessa
  9. Edoar­do Mapelli Mozzi
  10. Princess Eu­geni­e
  11. Jack Brooks­bank
  12. Ját­varður, jarlinn af Wes­sex
  13. Sófía, greif­ynjan af Wes­sex
  14. Lafði Lou­ise Windsor
  15. James, Viscount Se­vern
  16. Anna prinsessa
  17. Sir Ti­mot­hy Laur­ence
  18. Peter Phillips
  19. Zara Phillips
  20. Mike Tindall
  21. Jarlinn of Snowdon
  22. Lafði Sarah Chatto
  23. Daniel Chatto
  24. Her­toginn of Gloucester
  25. Her­toginn of Kent
  26. Alexandra prinsessa
  27. Bern­hard, erfða­prinsinn af Baden
  28. Dona­tus prins Land­gra­ve of Hes­se
  29. Philipp prins af Hohen­lohe-Langen­burg
  30. Her­toga­ynjan Mount­batten af Búrma