Lífið

Gervi­limur máður út af fast­eigna­aug­lýsingu

Glöggur fasteignaleitandi rak augun í óvenjulegan aðskotahlut á einni af myndunum sem auglýsa fasteign við Þinghólsbraut.

Hér má sjá myndina eftir að gervilimurinn hefur verið máður út af myndinni. Mynd/Domusnova

Þetta er ekki óþekkt. Svona lagað hefur gerst áður,“ segir Víðir Arnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Domusnova, um mynd sem birtist í fasteignaauglýsingu á vegum fyrirtækisins.

Á samfélagsmiðlinum Reddit hafa skapast umræður um óvæntan aðskotahlut á mynd af baðherbergi fasteignarinnar Þinghólsbrautar 37 í Kópavogi. Á mynd af baðherberginu sést hvar gervilimur hangir á baðkarinu.

Víðir segir við Fréttablaðið að ákveðið hafi verið að afmá liminn af myndinni, sem að hans sögn inniheldur sápu. „Okkur fannst þetta sniðugt en af virðingu við seljandann þá ákváðum við að laga þetta,“ segir hann kíminn.

Víðir segist enga trú hafa á að þetta hafi áhrif á seljanleika eignarinnar en málshefjandi á Reddit segir að baðherbergið höfði ef til vill meira til kvenkyns kaupenda. Víðir er mjög bjartsýnn á að eignin seljist hratt og vel. „Það er opið hús núna á eftir. Við klárum þetta sennilega í kvöld.“

Taka má frá að íbúðin er á jarðhæð og því ekki með risi.

Hér er svo myndin áður en aðskotahluturinn uppgötvaðist. Gervilimurinn hangir fremst á baðkarinu. Mynd/Domusnova

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Selma Blair greind með MS sjúkdóminn

Menning

Saga sem er eins og lífið sjálft

Menning

Ástir og ör­lög taka völdin hjá Barokk­bandinu Brák

Auglýsing

Nýjast

Ópera fyrir börn um tíma og plast

Aftur til framtíðar

Maður verður að vera sæmilegur til samviskunnar

Ópera um alla Reykjavík

Rannsakar eigin rödd betur

And­stæðurnar spennandi – að elska og hata á sama tíma

Auglýsing