Hækkandi matarkarfa og áhersla á að minka matarsóun veldur því að sjaldan hefur verið jafn mikilvægt að nýta allan þann mat sem til er á heimilinu. Það reynist þó mörgum erfitt en nú er lausnin mögulega fundin.
AI síðan ChefGPT býr til uppskriftir fyrir þig úr því sem þú átt nú þegar til í skápunum heima. Þú velur hráefnin og AI býr til uppskrift fyrir þig. Ef það er ekki nóg býður síðan einnig upp á þann möguleika að búa til matseðil eftir þínum sérþörfum og með macros ef óskað er eftir.
Bíður AI forritið einnig upp á þann möguleika að aðstoða þig við að búa til nýjan rétt. Þú velur réttinn sem þú vilt læra og getur valið hverskonar matarræði rétturinn á að virka fyrir.
Möguleikarnir virðast endalausir og getur síðan einnig komið með tillögur að drykkjum sem passa vel með réttunum.
@ai.explains.ai Now AI can cook 👩🍳🍔 Use AI to make dinner! #ai #artificialintelligence #chef #chefGPT #food #dinner #dinnerideas #MONICAATEST ♬ Fire - Official Sound Studio