Hækkandi matar­karfa og á­hersla á að minka matar­sóun veldur því að sjaldan hefur verið jafn mikil­vægt að nýta allan þann mat sem til er á heimilinu. Það reynist þó mörgum erfitt en nú er lausnin mögu­lega fundin.

AI síðan Chef­G­PT býr til upp­skriftir fyrir þig úr því sem þú átt nú þegar til í skápunum heima. Þú velur hrá­efnin og AI býr til upp­skrift fyrir þig. Ef það er ekki nóg býður síðan einnig upp á þann möguleika að búa til mat­seðil eftir þínum sér­þörfum og með macros ef óskað er eftir.

Bíður AI forritið einnig upp á þann möguleika að aðstoða þig við að búa til nýjan rétt. Þú velur réttinn sem þú vilt læra og getur valið hverskonar matar­ræði rétturinn á að virka fyrir.

Mögu­leikarnir virðast enda­lausir og getur síðan einnig komið með til­lögur að drykkjum sem passa vel með réttunum.