Fjöru­verð­launin 2023 voru rétt í þessu af­hent við há­tíð­lega at­höfn í Ráð­húsi Reykja­víkur á Al­þjóð­legum bar­áttu­degi kvenna. Fjöru­verð­launin eru bók­mennta­verð­laun kvenna (sís og trans) og trans, kyn­segin og inter­sex fólks á Ís­landi en til­gangur þeirra er að stuðla að aukinni kynningu á rit­verkum kvenna og hvetja konur í rit­höfunda­stétt til dáða.

Verð­launin eru veitt í þremur flokkum og hljóta eftir­farandi höfundar Fjöru­verð­launin 2023:

Gerður Krist­ný fyrir ljóða­bókina Urta í flokki fagur­bók­mennta, Arn­dís Þórarins­dóttir fyrir bókina Koll­hnís í flokki barna- og ung­linga­bók­mennta og Kristín Svava Tómas­dóttir fyrir bókina Far­sótt: Hundrað ár í Þing­holts­stræti 25 í flokki fræði­bóka og rita al­menns eðlis.

Nánar má lesa um verð­launa­verkin hér að neðan.

Bækurnar sem hljóta Fjöruverðlaunin í ár.
Mynd/Samsett

Urta eftir Gerði Krist­nýju

Ljóð­mælandi Urtu eftir Gerði Krist­nýju er kona sem býr við nyrsta haf. Lífs­bar­áttan er hörð, vetur herja með haf­ís og kulda. Maðurinn deyr, barn deyr og önnur á­föll fylgja en konan og börn hennar gefast aldrei upp. Þau þrauka. Konan hjálpar urtu að kæpa, mörk milli manns og dýrs, menningar og náttúru hverfa í þessari göldr­óttu bók. Textinn er meitlaður, ljóðin hefð­bundin í formi með stuðlum og inn­rím sem minnir á forna bragar­hætti. Það undir­strikar einnig tíma­leysi og skír­skotun verksins til þeirrar stöðugu lífs­bar­áttu sem er hlut­skipti manna og dýra.

Koll­hnís eftir Arn­dísi Þórarins­dóttur

Í Koll­hnís eftir Arn­dísi Þórarins­dóttur er hinn ungi Álfur fim­leika­strákur aðal­sögu­hetjan og sögu­maðurinn. Eftir því sem frá­sögn hans vindur fram kemur í ljós að sjónar­horn Álfs er ekki mjög á­reiðan­legt enda neitar hann að horfast í augu við að litli bróðir hans sé ein­hverfur, að frænka hans eigi við fíkni­vanda að etja og að besti vinur hans sé les­blindur. Höfundur leikur fim­lega á allan til­finninga­skalann og teflir fram sögu­manni sem eignast hugi og hjörtu les­enda á öllum aldri. Sagan er í senn á­hrifa­mikil, skemmti­leg og spennandi en fyrst og fremst full af hlýju og mennsku.

Far­sótt: Hundrað ár í Þing­holts­stræti 25 eftir Kristínu Sövu Tómas­dóttur

Á horni Þing­holts­strætis og Spítala­stígs stendur yfir aldar­gamalt, tveggja hæða timbur­hús með við­burða­ríka sögu; fyrsta sjúkra­hús Reyk­víkinga, far­sóttar­spítali, geð­sjúkra­hús og gisti­skýli fyrir heimilis­lausa. Í dag er það mann­autt og ber dul­úð­legt nafn með rentu. Í Far­sótt. Hundrað ár í Þing­holts­stræti 25 rekur Kristín Svava Tómas­dóttir sögu þessa merka húss, sem um­fram allt er lit­rík saga fólksins sem húsið hýsti og sam­fé­lagsins sem skóp það.

Í dóm­nefndum Fjöru­verð­launanna sátu

Barna- og ung­linga­bók­menntir:
· Anna Þor­björg Ingólfs­dóttir, lektor í ís­lensku
· Brynja Helgu Baldurs­dóttir, ís­lensku­fræðingur
· Guð­laug Richter, ís­lensku­fræðingur

Fræði­bækur og rit al­menns eðlis:
· Haf­dís Erla Haf­steins­dóttir, sagn­fræðingur
· Sig­rún Birna Björns­dóttir, fram­halds­skóla­kennari
· Sig­rún Helga Lund, töl­fræðingur
Fagur­bók­menntir:
· Dag­ný Kristjáns­dóttir, bók­mennta­fræðingur
· Júlía Margrét Sveins­dóttir, bók­mennta­fræðingur
· Kristín Ást­geirs­dóttir, sagn­fræðingur