„Munið þið þegar ég vann Markaðsmanneskja ársins @imark.is ?“ skrifar Gerður Arinbjarnardóttir eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush við mynd af sér á Instagram í gær.

„Ég ákvað að skella mér í nektar myndatöku með verðlauna gripinn. Sumir myndu segja að það væri of mikið. Mér finnst það mjög passlegt,“ heldur hún áfram.

Gerður var valin Markaðsmann­eskja Ímark árs­ins 2021 þar sem verðlaun voru veitt fyrir framúrskarandi árangur í markaðstarfi. Þá var fyrirtækið hennar Blush einnig tilnefnt, sem besta íslenska vörumerkið á markaði.