Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush og kærasti hennar Jakob Fannar Hansen selja glæsivilluna við Þrymsali í Kópavogi. Vísir greinir fyrst frá.

Um er að ræða 404 fermetra einbýli á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni. Búið er að skipta húsinu upp í tvær íbúðareiningar, svo það hentar annað hvort tveimur fjölskyldum eða í útleigu.

Einstaklega fallegt hús með sjarmerandi hjónasvítu þar sem glerhurð skilur baðherbergi að hjónaherberginu.

Óskað er eftir tilboð í eiginina en fasteignamat hússins er 161,6 milljónir króna. Nánari upplýsingar má finna á Pálsson fasteignasala.

Ef vel er gáð má sjá kynlíftæki leynast á ýmsum stöðum. Kemur þú auga á þau?

Draumur í Hveragerði

Parið er að fara að byggja sér draumahúsið í Hveragerði eftir árangurslausa leit að hinu eina rétta. „Við eigum fjölskyldu og vini þar og við hlökkum mikið til að vera nær þeim. Jakob bjó allt sitt líf þar og flutti bara í bæinn þegar við byrjuðum að búa saman,“ segir Gerður í samtali við Vísi.

Mynd/Pálsson
Mynd/Pálsson
Mynd/Pálsson
Mynd/Pálsson
Mynd/Pálsson
Mynd/Pálsson
Mynd/Pálsson
Mynd/Pálsson
Mynd/Pálsson
Mynd/Pálsson
Mynd/Pálsson
Mynd/Pálsson