Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, er með eina reglu varðandi kynlífstæki og kynlíf almennt. Frá því greinir hún á Instagram í dag.

„Aldrei gera neitt sem þú vilt ekki gera, en ef það er eitthvað sem þú ert spennt eða spenntur fyrir að prófa, mæli ég allt með því að prófa það þrisvar sinnum,“ upplýsir Gerður og segir ástæðuna að fyrsta skiptið getur oft verið skrítið, fólk stressað, ákveðið óöryggi myndast í ákveðnum athöfnum svo maður nái ekki slaka almennilega á.

„Í annað skipti veit maður við hverjum maður á að búast, en fær ekki að njóta fyllilega og þriðja skipti þá ættirðu að upplifa unað,“ upplýsir Gerður og tekur þar dæmi um kynlífstækin, rassatrylli (e. But plug.) og typpahringi.