Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, birti myndir af sér á Instagram þar sem hún mátar nýjustu nærfatasendinguna.

Gerður sýndi einnig frá nýjum og umhverfisvænni kössum sem og gjafaumbúðum sem eiga að bæta upplifun kaupandans.

Hún segir tilfinninguna eiga að vera :„Ég var að kaupa mér eitthvað sexy.“ Hún sýnir einnig nýjar vörur sem eru sniðugar í jólapakkann, leynast þar meðal annars falleg nærföt sem hún mátar sjálf í beinni.

Gerður segir þessi nærföt vera hennar uppáhalds.
Mynd/Instagram
Hvít nærföt, sexy og sætt, segir Gerður.
Mynd/Instagram