Skoski stórleikarinn Gerard Butler varði áramótunum á Íslandi þar sem hann skellti sér meðal annars á forsýningu á myndinni How To Train Your Dragon 3 í Laugarásbíó en leikarinn fer að sjálfsögðu með hlutverk í myndinni.

Þar voru auk þess Ólafur Darri Ólafsson, Jónsi úr Sigur Rós og framleiðandinn Dean Deblouis en sá síðastnefndi birti mynd af þeim félögum á Instagram síðunni sinni. Jónsi samdi til að mynda tónlistina í myndinni. 

Þá kíkti hann einnig í laugarnar í Krauma í Borgarfirðinum um helgina og virðist ekki sjást annað en að kappinn hafi notið sín vel.

View this post on Instagram

Gleðilegt nýtt ár frá okkur félögunum 💥

A post shared by andrisnaer (@andrisnaer) on