„Hvort er „raunverulegi“ endirinn í bókinni eða í sjónvarpsþættinum? Það er kjánaleg spurning. Hversu mörg börn átti Scarlett O'Hara?“ Þetta kemur fram í færslu sem George R R Martin birti á bloggsíðu sinni í gær.

Þar skrifar hann um lok þáttaraðanna um krúnuleikana í Westeros. Hann segir það kjánalega spurningu að velta fyrir sér hvort þættirnir eða bækurnar geymdu raunverulegu endinn. Hann minnist á Scarlett O' Hara, persónu í sögunni Á hverfanda hveli (e. Gone with the wind), en Scarlett O'Hara eignast þrjú börn í bókinni en eitt barn í kvikmyndinni.

Mætti þá gera ráð fyrir að bækurnar endi á svipuðum nótum og þættirnir, en með öðrum áherslum? Oddur Ævar og Ingunn Lára ræða málin í Krúnuvarpi Fréttablaðsins.

George R R Martin ásamt leikurum á Emmy verðlauna athöfninni
Getty images

Annar endir - og þó

George R R Martin skrifar um muninn á endalokum bókarinnar og þáttanna í bloggi sínu.

„Hvernig endar þetta allt saman? Heyri ég fólk spyrja. Sami endir og í þáttunum? Fer þetta á annan veg?

Ja.... já. Og nei. Og já. Og nei. Og já. Og nei. Og já,“ stríðir rithöfundurinn.

Ný verkefni

Martin segist vera upptekin við ýmis konar verkefni. Hann mun huga að að fimm verkefnum fyrir HBO, tveimur verkefnum hjá Hulu og einu verkefni hjá History Channel sem framleiðandi.

„Ég tek þátt í fjölda verkefna, sum sem eru byggð á mínum eigin sögum og bókum, og sum byggð á verkum eftir aðra,“ segir Martin í blogginu.