Jóla­geit IKEA er á leið upp á hólinn í dag og jóla­maturinn í boði á veitinga­staðnum.

„Jólin byrja í IKEA í dag,“ segir Guð­ný Camilla Ara­dóttir, yfir­maður sam­fé­lags­á­byrgðar og sam­skipta­deildar IKEA í sam­tali við Frétta­blaðið.

Geitin er komin á sinn stað
Fréttablaðið/Valli

Hún segir að það hafi ekki staðið til að til­kynna það sér­stak­lega en segir að jólin hefjist form­lega í versluninni í dag. Að sögn Guðnýjar verður hægt að fá jólaglögg og annað jólalegt í verslunni þegar nær dregur jólum.

Það markar yfir­leitt á­kveðin tíma­mót þegar jóla­geitin fer upp í IKEA. Geitin hefur undan­farin ár fengið að standa á hólnum ó­á­reitt enda vel gætt innan girðingar en áður en það hefur nokkrum sinnum verið kveikt í henni. Árið 2012 og svo árið 2017 var kveikt í henni á Þor­láks­messu.