Söngvarinn Geir Ólafs vill í hið minnsta hálfa milljón króna fyrir að senda not­endum Boo­merang.is mynd­bands­kveðju. Þetta stað­festir hann í sam­tali við Frétta­blaðið en leggur á­herslu á að allur peningurinn eigi að renna til góð­gerðar­mála.

Flestir tón­listar­menn taka 15 þúsund krónur gegn því að senda að­dá­endum kveðju á mynd­bandi á nýju síðunni. Þar er Mugi­son þó dýrastur, að undan­skildum Geir en hann krefst 30 þúsund króna fyrir kveðjur. Vef­síðan er ís­lensk út­gáfa af hinni vin­sælu Ca­meo þjónustu þar sem hægt er að kaupa kveðjur frá heims­frægu fólki.

Þegar Frétta­blaðið hafði sam­band við Geir var verð­miðinn á kveðju frá honum kominn niður í 15 þúsund krónur. Geir sagði að um mis­tök að ræða en kunni ekki skýringu á skyndi­legu verð­fallinu sem hefur nú verið leið­rétt og Geir aftur kominn upp í hálfa milljón.

Búið er að ganga frá málunum fyrir Geir og laga hans aðgang á Boomerang. Nú geta notendur greitt 500 þúsund fyrir kveðju frá tónlistarmanninum.
Skjáskot/Boomerang.is

„Það á að vera frá 500 þúsund til ein og hálf milljón sem ég er að taka fyrir að gera þetta,“ segir Geir. „Þetta er bara hluti af vinnunni minni og það er mikið í þetta lagt og ég vil bara fá greitt fyrir þetta,“ sagði Geir og bætti að­spurður við að hart hafi verið í ári vegna CO­VID heims­far­aldursins.

„Ég, bara eins og aðrir kollegar mínir, hef fundið fyrir því. Það kostar milljón dollara að fá Kandis Kar­dashian til þess að segja eitt­hvað við þig. En hún er ekki að syngja í kveðjunni,“ segir Geir og hlær.

Að­spurður segist hann munu leggja sig fram um að gleðja fólk. „Og leggja mig fram að gera þessar kveðjur mjög þess virði svo þær muni lifa ár og ára­tugi,“ segir Geir. Enginn verði svikinn við að panta kveðju.

Hann segir að vel hafi verið tekið í þetta hjá sér en enginn hafi pantað kveðju enn sem komið er. „Ég ætla að láta gott af mér leiða líka, ég ætla að styrkja gott mál­efni. Þetta er ekki að fara til mín, ég ætla að láta gott af mér leiða og styrkja góð mál­efni sem eru þörf í sam­fé­laginu,“ segir hann.

Ef það hefði verið öðru­vísi segir Geir að hann myndi rukka svipaðar upp­hæðir og hinir tón­listar­mennirnir. „En ég ætla að leyfa fólki að velja hvað ég segi og hvað það vill að ég geri. En ég mun leggja mig fram um að gleðja alla sem vilja kveðjur og þetta er kannski hugsað fyrir stærri hópa líka.“

Hægt er að biðja Geir um að segja allskyns hluti eins og fram kemur í glugga sem birtist notendanum á síðunni.
Skjáskot/Boomerang.is