Guðrún Ýr Eyfjörð, sem er betur þekkt undir listamannsnafninu GDRN, er orðin móðir.

Hún og kærasti hennar Árni Steinn Steinþórs­son eignuðust son. Um er að ræða fyrsta barn parsins.

Guðrún greinir sjálf frá þessu á Instagram, en hún birtir mynd af drengnum og skrifar: „Hann er mættur og hann er fullkominn,“

Fréttablaðið óskar parinu til hamingju.